Laxdæla saga

9 2. Höskuldur Dala-Kollsson kaupir ambátt Sonur Dala-Kolls og Þorgerðar Þorsteinsdóttur hét Höskuldur. Hann tók við búi eftir föður sinn. Kona hans hét Jórunn. Þau bjuggu rausnarbúi í Laxárdal og var bær þeirra kallaður Höskuldsstaðir. Þau eignuðust fjögur börn. Einu sinni sigldi Höskuldur til Noregs til að kaupa timbur í nýjan bæ. Þegar þetta gerðist voru konungar Norðurlanda og fleiri landa í Evrópu vanir að halda fund í Brenneyjum við strönd Svíþjóðar þriðja hvert sumar. Þangað sótti þá mikið fjölmenni og skemmti sér við veislur og íþróttaleiki. Þegar Höskuldur var í Noregi var einn af þessum fundum og fór Höskuldur þangað sér til skemmtunar. Dag einn gekk Höskuldur um fundarsvæðið í Brenneyjum og varð þá fyrir honum stórt tjald og glæsilegt. Hann gekk þangað og inn í tjaldið. Þar sat maður í glæsilegum rauðum klæðum með rússneskan hatt á höfði. Höskuldur spurði manninn að nafni og sagðist hann heita Gilli og vera kallaður Gilli hinn gerski. Höskuldur kannaðist við Gilla og vissi að hann var auðugur kaupmaður. Þess vegna sagði hann: „Þú munt hafa þá hluti að selja mér er ég vil kaupa.“ Gilli spyr hvað hann vilji kaupa. Höskuldur segist vilja kaupa af honum ambátt. Þá gekk Gilli að fortjaldi sem hékk yfir þvert tjaldið og svipti því frá. Fyrir innan fortjaldið sátu tólf konur í röð. gerski merkir að hann er frá því svæði í Rússlandi sem kallað var Garðaríki ambátt merkir kvenkyns þræll

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=