Laxdæla saga

104 Þorgils snýr í skóginn til förunauta sinna og segir þeim hverju hann hafi komist að um Helga. Þeir voru þar síðan um nóttina. Morguninn eftir riðu þeir upp eftir skóginum þangað til þeir komu skammt frá selinu. Þá bað Þorgils þá að stíga af hestum sínum og éta dagverð. Þeir gera það og dveljast þar um hríð. dagverður merkir morgunverður Rifjið upp: 1. Tveir menn voru þvingaðir til að taka þátt í að hefna fyrir Bolla. Hverjir voru það og hvers vegna var þetta gert? 2. Gegn hverjum var ákveðið að snúa hefndinni? 3. Hvaða brögðum var beitt til að komast að því hvar Helgi væri? Til umræðu: • Þeir bræður ásamt Þorgilsi neyða Þorstein svarta til að taka þátt í að drepa mág sinn. Hvað er að segja um siðferðið í þessari áætlun?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=